.jpg)
Grænkerið
Velkomin í Grænkerið, hlaðvarpið sem fjallar um alla króka og kima veganisma og snertir á þeim málefnum sem grænkerar upplifa dags daglega. Talað er á mannamáli út frá raunverulegum aðstæðum og reynt að setja fram lausnir við hversdagslegum vandamálum á jákvæðan hátt.
Eva Kristjánsdóttir stýrir hlaðvarpinu en hún hefur verið vegan í 9 ár. Hún stofnaði Grænkerið með það að markmiði að skapa vettvang sem styður við grænkera á sinni vegan vegferð og minnir þau á að þau séu ekki eina vegan fólkið á landinu.
Grænkerið
Að ala upp vegan börn í ó-vegan heimi
Seint koma sumir en koma þó.
Þáttur vikunnar kemur út aðeins á eftir áætlun vegna mikilla anna.
Þátturinn er persónulegur þar sem við ræðum okkar reynslu og upplifun af því að vera vegan foreldrar, að reyna að kenna börnunum okkar ákveðna lífshætti. Komum inná pælinguna um “ófullkominn veganisma” og hvað það getur reynst erfitt að lifa í þessum ó-vegan heimi.
Þátturinn er í boði Yipin Tofu —> ef þú ert nýgræðingur í tofu bransanum þá er þetta varan fyrir þig. Léttsteikja á pönnu og ekkert annað, algjör leikbreytir í bransanum 🧑🍳
-
Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.