.jpg)
Grænkerið
Velkomin í Grænkerið, hlaðvarpið sem fjallar um alla króka og kima veganisma og snertir á þeim málefnum sem grænkerar upplifa dags daglega. Talað er á mannamáli út frá raunverulegum aðstæðum og reynt að setja fram lausnir við hversdagslegum vandamálum á jákvæðan hátt.
Eva Kristjánsdóttir stýrir hlaðvarpinu en hún hefur verið vegan í 9 ár. Hún stofnaði Grænkerið með það að markmiði að skapa vettvang sem styður við grænkera á sinni vegan vegferð og minnir þau á að þau séu ekki eina vegan fólkið á landinu.
Grænkerið
Vegan páskar
Grænkerið er þriggja ára! Takk fyrir að hlusta, takk fyrir að vera í hlustendavaktinni og takk fyrir peppið í gegnum þetta allt saman <3.
Í fréttahorninu ræðum við um Prettyboi tjokkó og nýja myndbandið sem feature'ar blettatíg og tígrisdýr í einkaeigu hjá manni úti í Dubai.
Við förum aðeins yfir páskahefðir og auðvitað páskaegg.. Og svo tilkynnum við páskauppskriftina í ár! Helduru að þú þorir að prófa?
Í lok þáttarins tókum við svo ranthornið en ég ætla svosem ekki að lýsa því í fleiri orðum.
Þessi þáttur er í boði Örlö og Oumph.
-
Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.