.jpg)
Grænkerið
Velkomin í Grænkerið, hlaðvarpið sem fjallar um alla króka og kima veganisma og snertir á þeim málefnum sem grænkerar upplifa dags daglega. Talað er á mannamáli út frá raunverulegum aðstæðum og reynt að setja fram lausnir við hversdagslegum vandamálum á jákvæðan hátt.
Eva Kristjánsdóttir stýrir hlaðvarpinu en hún hefur verið vegan í 9 ár. Hún stofnaði Grænkerið með það að markmiði að skapa vettvang sem styður við grænkera á sinni vegan vegferð og minnir þau á að þau séu ekki eina vegan fólkið á landinu.
Grænkerið
Vegan næring með Guðrúnu Ósk (GÓ Heilsa)
Útskýring á mannamáli um hvað fólk þarf í alvöru að spá í á vegan mataræði. Hvað getum við fengið beint úr næringunni og hvaða bætiefni ætti að taka aukalega.
Það er mikið af fordómum og misvillandi upplýsingum um veganisma í samfélaginu svo mér datt í hug að fá einhvern í viðtal sem væri bæði með fræðilegan bakgrunn úr náminu en einnig að hafa lifað grænkeralífsstíl í fjölda ára.
Guðrún Ósk hefur lokið B.Sc námi í næringarfræði og M.Sc í matvælafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur í gegnum GÓ Heilsu boðið upp á næringarnámskeið þar sem markmiðið er að bæta lífsgæðin þín með því að hjálpa þér að neyta í auknum mæli matvæla sem vinna saman að heilnæmu mataræði.
-
Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.