.jpg)
Grænkerið
Velkomin í Grænkerið, hlaðvarpið sem fjallar um alla króka og kima veganisma og snertir á þeim málefnum sem grænkerar upplifa dags daglega. Talað er á mannamáli út frá raunverulegum aðstæðum og reynt að setja fram lausnir við hversdagslegum vandamálum á jákvæðan hátt.
Eva Kristjánsdóttir stýrir hlaðvarpinu en hún hefur verið vegan í 9 ár. Hún stofnaði Grænkerið með það að markmiði að skapa vettvang sem styður við grænkera á sinni vegan vegferð og minnir þau á að þau séu ekki eina vegan fólkið á landinu.
Grænkerið
Sjókvíaeldi útskýrt
Í þættinum ræðum við Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins um sjókvíaeldi á Íslandi.
Jón rekur sögu þessa iðnaðs hér á landi og við köfum meðal annars ofan í
- Umhverfisáhrif laxeldis
- Áhrif á villtan laxastofn
- Áhrif á eldisdýrin
- Efnahagsleg áhrif
-
Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.