Grænkerið

Hryllingssaga og tilkynning

Season 1 Episode 50

Þessi þáttur átti að fjalla um hrekkjavökuna en hringsnérist í höndunum á tveimur með athyglisbrest og fjallaði nú minnst um það málefni. En hvað með það, gjörið svo vel. 

Rósa María kíkir í heimsókn eins og svo oft áður og við fórum yfir hvað er á döfinni hjá Grænkerinu. 

  • Eva segir frá raunverulegri hryllingssögu sem hún lenti í á dögunum, 
  • Við ætlum að elda með ykkur fyrir jólin!
  • Við leitum til hlustenda til að finna nafn á jóla-matreiðslu-gleðina sem er framundan
  • World Vegan day er 1. nóvember og við ætlum í vegan pálínuboð


Þáttur dagsins er í boði Hérastubbs bakarís. 
 Við hvetjum fólk til að gera sér ferð til Grindarvíkur og sjá hvernig alvöru vegan úrval í bakaríi lítur út! Meðal annars er hægt að fá ostaslaufur, snúða, kleinuhringi, kanilkleinur og sérbökuð vínarbrauð. 

Ef þú vilt styðja við rekstur hlaðvarpsins getur þú nú gert það í gegnum www.buymeacoffee.com/graenkerid. Þinn stuðningur skiptir máli. 


-
Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


Intro: Promoe - These walls don’t lie