.jpg)
Grænkerið
Velkomin í Grænkerið, hlaðvarpið sem fjallar um alla króka og kima veganisma og snertir á þeim málefnum sem grænkerar upplifa dags daglega. Talað er á mannamáli út frá raunverulegum aðstæðum og reynt að setja fram lausnir við hversdagslegum vandamálum á jákvæðan hátt.
Eva Kristjánsdóttir stýrir hlaðvarpinu en hún hefur verið vegan í 9 ár. Hún stofnaði Grænkerið með það að markmiði að skapa vettvang sem styður við grænkera á sinni vegan vegferð og minnir þau á að þau séu ekki eina vegan fólkið á landinu.
Grænkerið
Við þurfum róttækar kerfisbreytingar - Finnur Ricart
Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna er gestur minn í þætti dagsins.
Þema þáttarins eru kerfisbreytingar og við beinum kastljósinu að búvörusamningum. Það hefur aldrei verið mikilvægara að stjórnvöld og aðrir aðrir valdhafar stuðli að því að fæðukerfin okkar séu endurmótuð til að þjóna hagsmunum samfélagsins.
Þeir styrkir sem ríkið veitir í landbúnað í gegnum búvörusamninga ættu að stuðla að náttúruvernd, loftlagsvernd, dýravelferð og heilsu fólks. Í dag er staðan ekki svo góð en árið 2020 fóru 14,4 milljarðar í búvörusamninga og þá fóru 85% beint í að framleiða mjólk og rautt kjöt.
Ýtið endilega á subscribe eða follow á Grænkerið á ykkar hlaðvarpsveitu. Það hjálpar hlaðvarpinu með sýnileika og tryggir að þú missir ekki af næsta þætti!
-
Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.