.jpg)
Grænkerið
Velkomin í Grænkerið, hlaðvarpið sem fjallar um alla króka og kima veganisma og snertir á þeim málefnum sem grænkerar upplifa dags daglega. Talað er á mannamáli út frá raunverulegum aðstæðum og reynt að setja fram lausnir við hversdagslegum vandamálum á jákvæðan hátt.
Eva Kristjánsdóttir stýrir hlaðvarpinu en hún hefur verið vegan í 9 ár. Hún stofnaði Grænkerið með það að markmiði að skapa vettvang sem styður við grænkera á sinni vegan vegferð og minnir þau á að þau séu ekki eina vegan fólkið á landinu.
Grænkerið
Vegan sambönd - Gætiru deitað aðila sem er ekki vegan?
Gætir þú verið í sambandi með aðila sem er ekki vegan?
Þessari spurningu (og mörgum fleiri) reyndi ég ásamt Birtu Ísey og Axel Friðriks að svara í þættinum.
Við fókusum á ástarsambönd en komum þó einnig inná dínamík í samböndum milli vina og á milli foreldra og barna.
Við fórum yfir hvernig staðan er innan okkar sambanda og í lokin skoðum við einnig hvað hlustendur svöruðu þegar ég spurði ykkur nokkurra sambandsspurninga.
Þessi þáttur er í boði Ethique.
- Ethuiqe framleiðir sjampó- og hárnæringarkubba ásamt húðvörum en vörurnar eru plastlausar, koma í fallegum, minimalískum umbúðum og eru að sjálfsögðu cruelty free og vegan.
Þú færð Ethique meðal annars í stóru Hagkaupsbúðunum, Fjarðarkaup, Reykjavíkurapóteki og í netverslunum hjá Heimkaup, Hagkaup, Beautybox, Beutybar og Fotia.
-
Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.