Grænkerið

Vegan sambönd - Gætiru deitað aðila sem er ekki vegan?

Grænkerið Season 1 Episode 46

Gætir þú verið í sambandi með aðila sem er ekki vegan? 
Þessari spurningu (og mörgum fleiri) reyndi ég ásamt Birtu Ísey og Axel Friðriks að svara í þættinum. 

 Við fókusum á ástarsambönd en komum þó einnig inná dínamík í samböndum milli vina og á milli foreldra og barna. 

Við fórum yfir hvernig staðan er innan okkar sambanda og í lokin skoðum við einnig hvað hlustendur svöruðu þegar ég spurði ykkur nokkurra sambandsspurninga.


Þessi þáttur er í boði Ethique. 

  • Ethuiqe framleiðir  sjampó- og hárnæringarkubba ásamt húðvörum en vörurnar eru plastlausar, koma í fallegum, minimalískum umbúðum og eru að sjálfsögðu cruelty free og vegan. 

Þú færð Ethique meðal annars í stóru Hagkaupsbúðunum, Fjarðarkaup, Reykjavíkurapóteki og í netverslunum hjá Heimkaup, Hagkaup, Beautybox, Beutybar og Fotia. 

-
Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


Intro: Promoe - These walls don’t lie