.jpg)
Grænkerið
Velkomin í Grænkerið, hlaðvarpið sem fjallar um alla króka og kima veganisma og snertir á þeim málefnum sem grænkerar upplifa dags daglega. Talað er á mannamáli út frá raunverulegum aðstæðum og reynt að setja fram lausnir við hversdagslegum vandamálum á jákvæðan hátt.
Eva Kristjánsdóttir stýrir hlaðvarpinu en hún hefur verið vegan í 9 ár. Hún stofnaði Grænkerið með það að markmiði að skapa vettvang sem styður við grænkera á sinni vegan vegferð og minnir þau á að þau séu ekki eina vegan fólkið á landinu.
Grænkerið
Í svona dæmi þá sér maður hver spillingin og frændhyglin er á Íslandi - Vala Árnadóttir um aktívisma á Íslandi
Gestur þáttarins er Valgerður Árnadóttir formaður Samtaka grænkera, varaþingmaður Pírata og dýraverndunar-aktívisti.
Vala hefur lagt áherslu á að tala máli dýranna í pólitísku samhengi og hefur farið fremst í mótmælum og aktívisma í kringum hvalveiðar Íslendinga. Núna nýlega leiddi hún fimm samtök saman undir átakinu Hvalavinir til að berjast gegn hvalveiðum með því að skipuleggja mótmæli, halda umræðunni lifandi og þrýsta á stjórnmálafólk.
Í þessum þætti af Grænkerinu ræða þær Eva um vegan aktívisma og kafa ofan í:
- Nýlegar fréttir um tímabundna stöðvun á hvalveiðum
- Mismunandi leiðir til að stunda aktívisma
- Hvernig einstaklingar geta tekið þátt í aktívisma
-
Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.