Grænkerið

Ég borðaði kjöt og egg á Tenerife..

Eva Kristjánsdóttir Season 1 Episode 40

Þrír mánuðir frá síðasta þætti en hér erum við komin aftur!

Eva er að útskrifast úr viðskiptafræði og nú fer Grænkerið á flug eftir smá vor-frí. Birta Ísey og Axel Friðriks kíktu í heimsókn og ræddu þau um stöðuna á vegan málum á Íslandi.

*Eva segir þeim að hún hafi borðað bæði kjöt og egg á Tenerife (óvart).. Hvað þýðir það.. Er hún ennþá vegan?

Við fórum einnig yfir fréttamola úr vegan samfélaginu.
*Vegan búðin skiptir um eigendur
*Vegan aktívistar hafa haldið uppi umræðu um hvalveiðar og hafa staðið fyrir tveimur mótmælum.
*ESA (eftirlitsstofnun EFTA) skilar áliti um að Ísland brjóti lög um verndun dýra sem notuð eru í vísindaskyni með blóðtöku úr fylfullum hryssum. Skömm fyrir matvælaráðuneytið sem er búið að sveigja og beygja lög fyrir hagsmuni eins fyrirtækis.
*Við endum síðan þáttinn á jákvæðri íþróttafrétt aldrei þessu vant.


Intro:  Promoe - These walls don’t lie

-
Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.


Intro: Promoe - These walls don’t lie