.jpg)
Grænkerið
Velkomin í Grænkerið, hlaðvarpið sem fjallar um alla króka og kima veganisma og snertir á þeim málefnum sem grænkerar upplifa dags daglega. Talað er á mannamáli út frá raunverulegum aðstæðum og reynt að setja fram lausnir við hversdagslegum vandamálum á jákvæðan hátt.
Eva Kristjánsdóttir stýrir hlaðvarpinu en hún hefur verið vegan í 9 ár. Hún stofnaði Grænkerið með það að markmiði að skapa vettvang sem styður við grænkera á sinni vegan vegferð og minnir þau á að þau séu ekki eina vegan fólkið á landinu.
Grænkerið
Það sem ég hefði viljað vita áður en ég varð vegan
Veganúar special!
Birta Ísey og Axel Friðriks frá Samtökum grænkera settust niður með mér og við ræddum um hvað við hefðum viljað vita áður en við gerðumst vegan..
Við fórum yfir hvernig það er að lifa með veganisma, vinasambönd og almenn samskipti við annað fólk (sem er ekki vegan).
Þátturinn er í boði Vegan búðarinnar og veitingastaðarins Monkey’s.
Intro: Promoe - These walls don’t lie
-
Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.